Sport

Anton bætir við sig grein

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Anton Sveinn McKee.
Anton Sveinn McKee. Mynd/HAG
Anton Sveinn McKee fékk í dag boð um að keppa í 400 m fjórsundi á Ólympíuleikunum í Lundúnum og er því ljóst að hann mun keppa í tveimur greinum á leikunum.

Áður hafði Anton fengið boð um að keppa í 1500 m skriðsundi en hann náði svokölluðu OST-lágmarki í báðum greinum.

Alls fara sex íslenskir sundmenn á Ólympíuleikana en þó er ekki útilokað að fleiri bætist í hópinn á næstu dögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×