Vettel fljótastur í Valencia Birgir Þór Harðarson skrifar 22. júní 2012 18:31 Vettel hefur unnið kappaksturinn í Valencia 2010 og 2011. Hann er því á góðri leið með að sækja sinn þriðja sigur í röð í höfninni í Valencia. nordicphotos/afp Heimsmeistarinn Sebastian Vettel var fljótastur á seinni æfingum dagsins fyrir kappaksturinn í Valencia á Spáni á sunnudag. Red Bull-liðið notaðist við uppfærðan afturenda bílsins. Eins og svo oft áður í sumar skilur sekúnta efstu fimmtán að. Það er því mjög erfitt að segja til um það hver muni hrifsa ráspól í tímatökunum á morgun. Pastor Maldonado var fljótastur á Williams-bíl sínum á fyrri æfingum dagins. Hann náði þó ekki að halda því og endaði þrettándi. Vettel varð annar í þeirri æfingu og aðeins 0,08 sekúntum á eftir Maldonado. Red Bull-bílarnir líta út fyrir að vera fyrna sterkir í Valencia því Mark Webber, liðsfélagi Vettels, var aldrei langt undan. Á seinni æfingunni varð Nico Hulkenberg á Force India annar og Kamui Kobayashi þriðji. Þá kom Michael Schumacher og Bruno Senna. McLaren-menn virðast vera í einhverskonar vandræðum í Valencia því þeir komust ekki á topp 10 í seinni æfingunni og voru aðeins í fjórða og áttunda sæti á þeirri fyrri. Á sama hátt virðist Felipe Massa ekki ná að fylgja eftir markmiðum sínum um að skáka liðsfélaga sínum Fernando Alonso. Massa var aðeins fjórtándi í fyrri æfingunni og fimmtándi í þeirri seinni. Formúla Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Íslenski boltinn „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Íslenski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Fundu stelpuna sem gaf Duplantis happaarmbandið og nú vill hann nýtt Sport Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Sport Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Heimsmeistarinn Sebastian Vettel var fljótastur á seinni æfingum dagsins fyrir kappaksturinn í Valencia á Spáni á sunnudag. Red Bull-liðið notaðist við uppfærðan afturenda bílsins. Eins og svo oft áður í sumar skilur sekúnta efstu fimmtán að. Það er því mjög erfitt að segja til um það hver muni hrifsa ráspól í tímatökunum á morgun. Pastor Maldonado var fljótastur á Williams-bíl sínum á fyrri æfingum dagins. Hann náði þó ekki að halda því og endaði þrettándi. Vettel varð annar í þeirri æfingu og aðeins 0,08 sekúntum á eftir Maldonado. Red Bull-bílarnir líta út fyrir að vera fyrna sterkir í Valencia því Mark Webber, liðsfélagi Vettels, var aldrei langt undan. Á seinni æfingunni varð Nico Hulkenberg á Force India annar og Kamui Kobayashi þriðji. Þá kom Michael Schumacher og Bruno Senna. McLaren-menn virðast vera í einhverskonar vandræðum í Valencia því þeir komust ekki á topp 10 í seinni æfingunni og voru aðeins í fjórða og áttunda sæti á þeirri fyrri. Á sama hátt virðist Felipe Massa ekki ná að fylgja eftir markmiðum sínum um að skáka liðsfélaga sínum Fernando Alonso. Massa var aðeins fjórtándi í fyrri æfingunni og fimmtándi í þeirri seinni.
Formúla Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Íslenski boltinn „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Íslenski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Fundu stelpuna sem gaf Duplantis happaarmbandið og nú vill hann nýtt Sport Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Sport Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira