Hvaða frambjóðanda gef ég mitt atkvæði og hvers vegna? Helena Stefánsdóttir skrifar 26. júní 2012 15:00 Í bloggi sínu frá 25. júní, segir AK-72 að líklega sé öruggast núna að þegja þunnu hljóði um það hvaða forsetaframbjóðanda maður aðhyllist. Ég er alveg sammála honum. Það væri öruggast. En ég hef samt sem áður tekið þá ákvörðun að segja ykkur hverja ég ætla að kjósa og af hverju. Ég geri ráð fyrir að vera hökkuð í spað fyrir það að ætla að “henda atkvæði mínu í ruslið” eða fyrir það að atkvæði mitt sé óbeinn stuðningur við “Gamla Ísland”, eða annað álíka fáránlegt. En það verður bara að hafa það. Fyrir mér snúast lýðræðislegar kosningar nefnilega ekki um það að kjósa einn frambjóðanda til að koma í veg fyrir að annar nái kjöri. Minni betri vitund finnst eitthvað rangt við það. Ég reyni líka mitt besta til að láta ekki auglýsingar og skoðanakannanir sljóvga dómgreind mína eða hafa áhrif á það hvar hjarta mitt stendur. Ég vil heyra hvað frambjóðendur hafa að segja og komast þannig að því hvað þau sjálf hafa fram að færa. Og nú hef ég kynnt mér málflutning allra frambjóðenda og tekið meðvitaða ákvörðun út frá því hvaða málflutningur höfðar best til mín. Ég er stolt af heiðarlegri afstöðu minni og ég stend upprétt með þeirri ákvörðun sem ég hef tekið. Atkvæði mínu verður alveg hárrétt varið vegna þess að ég ætla að kjósa af hugrekki, það sem ég vil sjá koma upp úr kjörkassanum. Minn frambjóðandi hefur nýja og ferska sýn á lýðræði, sem í mínum huga skiptir sköpum í hennar viðhorfi. Hún lítur ekki á forsetastólinn sem valdastól, heldur hefur hún þá skoðun að forsetaembættið sé verkfæri, sem nota skal til að virkja vald fólksins. Hún lítur svo á að forsetinn hafi það hlutverk að reka erindi fólksins í landinu og tala máli þess. Að sjá til þess að vilji fólksins nái fram að ganga. Og það er nákvæmlega það sem ég vil að forsetinn minn geri. Ég þarf ekki annað en að skoða hvað hún hefur gert hingað til, til að vita að hún mun halda áfram á sömu braut. Með því hvernig hún hefur beitt sér á óeigingjarnan hátt fyrir hagsmuni heimila landsins undanfarin ár, hefur hún sýnt það og sannað að hún er hugrökk og ósérhlífin. En það sem mér finnst sterkast í málflutingi hennar er, að það er engin svokölluð “hidden agenda” eða dulinn ásetningur. Hún er gjörsamlega laus við þann leiða kvilla sem kallast pólitík, þar sem fólk leikur tveimur eða fleiri grímum eftir því hvert tilefnið er eða hver er ávarpaður. Þess vegna býður hún sig fram til forseta en ekki á þing. Ég mun kjósa fyrir “nýtt Ísland” og þar vil ég sjá Andreu sem forseta. Þess vegna hún fær mitt atkvæði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Sjá meira
Í bloggi sínu frá 25. júní, segir AK-72 að líklega sé öruggast núna að þegja þunnu hljóði um það hvaða forsetaframbjóðanda maður aðhyllist. Ég er alveg sammála honum. Það væri öruggast. En ég hef samt sem áður tekið þá ákvörðun að segja ykkur hverja ég ætla að kjósa og af hverju. Ég geri ráð fyrir að vera hökkuð í spað fyrir það að ætla að “henda atkvæði mínu í ruslið” eða fyrir það að atkvæði mitt sé óbeinn stuðningur við “Gamla Ísland”, eða annað álíka fáránlegt. En það verður bara að hafa það. Fyrir mér snúast lýðræðislegar kosningar nefnilega ekki um það að kjósa einn frambjóðanda til að koma í veg fyrir að annar nái kjöri. Minni betri vitund finnst eitthvað rangt við það. Ég reyni líka mitt besta til að láta ekki auglýsingar og skoðanakannanir sljóvga dómgreind mína eða hafa áhrif á það hvar hjarta mitt stendur. Ég vil heyra hvað frambjóðendur hafa að segja og komast þannig að því hvað þau sjálf hafa fram að færa. Og nú hef ég kynnt mér málflutning allra frambjóðenda og tekið meðvitaða ákvörðun út frá því hvaða málflutningur höfðar best til mín. Ég er stolt af heiðarlegri afstöðu minni og ég stend upprétt með þeirri ákvörðun sem ég hef tekið. Atkvæði mínu verður alveg hárrétt varið vegna þess að ég ætla að kjósa af hugrekki, það sem ég vil sjá koma upp úr kjörkassanum. Minn frambjóðandi hefur nýja og ferska sýn á lýðræði, sem í mínum huga skiptir sköpum í hennar viðhorfi. Hún lítur ekki á forsetastólinn sem valdastól, heldur hefur hún þá skoðun að forsetaembættið sé verkfæri, sem nota skal til að virkja vald fólksins. Hún lítur svo á að forsetinn hafi það hlutverk að reka erindi fólksins í landinu og tala máli þess. Að sjá til þess að vilji fólksins nái fram að ganga. Og það er nákvæmlega það sem ég vil að forsetinn minn geri. Ég þarf ekki annað en að skoða hvað hún hefur gert hingað til, til að vita að hún mun halda áfram á sömu braut. Með því hvernig hún hefur beitt sér á óeigingjarnan hátt fyrir hagsmuni heimila landsins undanfarin ár, hefur hún sýnt það og sannað að hún er hugrökk og ósérhlífin. En það sem mér finnst sterkast í málflutingi hennar er, að það er engin svokölluð “hidden agenda” eða dulinn ásetningur. Hún er gjörsamlega laus við þann leiða kvilla sem kallast pólitík, þar sem fólk leikur tveimur eða fleiri grímum eftir því hvert tilefnið er eða hver er ávarpaður. Þess vegna býður hún sig fram til forseta en ekki á þing. Ég mun kjósa fyrir “nýtt Ísland” og þar vil ég sjá Andreu sem forseta. Þess vegna hún fær mitt atkvæði.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar