Heiðar Már Guðjónsson: "Kárahnjúkavirkjun hleypti öllu upp“ Magnús Halldórsson skrifar 28. júní 2012 16:56 Heiðar Már Guðjónsson. „Í ljósi stöðu Árna [M. Mathiesen] og allra þeirra upplýsinga sem voru aðgengilegar æðstu ráðamönnum, sé m.a. litið til þess sem fram kemur í Rannsóknarskýrslu Alþingis, er að mínum dómi ekki trúverðugt að stjórnvöld hafi ekkert vitað af hættumerkjum eða ekki haft nein tækifæri til að bregðast við. Lækkun bindiskyldu bankanna hleypti ekki af stað hagvexti árið 2003. Kárahnjúkavirkjun, sem leiddi til innflæðis gjaldeyris sem nam yfir 25 prósent af þjóðarframleiðslu á fáeinum árum, hleypti öllu upp, annað fylgdi í kjölfarið vegna styrkingar krónu og aukinna umsvifa í hagkerfinu." Þetta segir Heiðar Már Guðjónsson hagfræðingur og fjárfestir í bókadómi sem hann skrifar um bók Árna M. Mathiesen og Þórhalls Jósepssonar, Árni Matt - frá bankahruni til byltingar, í nýjasta tölublaði Herðubreiðar sem kom út í dag. Heiðar Már segir bókina vera læsilega og vel skrifaða, en segist sakna þess að ekki skuli koma fram betri greiningar á kerfislægum vandamálum og hvernig þau komu inn á borð stjórnmálamanna. „Lesendur hljóta að sakna ítarlegri umfjöllunar og afstöðu Árna til mikilvægra atriða sem snéru að ríkinu. Þar sem ríkið jók t.d. útgjöld sín um helming að raungildi á fimm árum, stóð fyrir stærstu ríkisinnspýtingu á fjármagni sem sést hefur á Vesturlöndum vegna Kárahnjúka, og fylgdi umdeildri peningastefnu sem kom fram í 40% árlegri aukningu peningamagns á árunum 2003 til 2008." Þá segir Heiðar Már að ekki sé hægt að kenna einstaklingum um jafn mikil kerfislæg vandamál og hér voru og leiddu til hrunsins. „Mest rannsakaði atburður hagsögunnar er hrunið mikla árið 1929. Engum dettur í hug í þeim rannsóknum að kenna einstaklingum um ófarirnar heldur er kannað hvaða kerfislægu þættir gerðu það að verkum að slíkar ófarir gátu dunið yfir. Það er einungis hægt að fyrirbyggja frekari áföll ef barið er í brestina sem í kerfinu leynast. Þannig er ljóst að skuldinni á bankahruninu verðu ekki skellt á Árna M. Mathiesen [...] Lesandi sem hafði vonað að einstaklingur úr innsta hring á örlagatímum birti almennt uppgjör með sögu sinni og birtingu nýrra skjallegra heimilda verður fyrir vonbrigðum. Bókin er varnarræða en ekki uppgjör við fortíðina," segir Heiðar Már í lok bókadómsins. Mest lesið Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Verðbólga lækkar um 0,4 stig Viðskipti innlent Vextir lækka hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Sjá meira
„Í ljósi stöðu Árna [M. Mathiesen] og allra þeirra upplýsinga sem voru aðgengilegar æðstu ráðamönnum, sé m.a. litið til þess sem fram kemur í Rannsóknarskýrslu Alþingis, er að mínum dómi ekki trúverðugt að stjórnvöld hafi ekkert vitað af hættumerkjum eða ekki haft nein tækifæri til að bregðast við. Lækkun bindiskyldu bankanna hleypti ekki af stað hagvexti árið 2003. Kárahnjúkavirkjun, sem leiddi til innflæðis gjaldeyris sem nam yfir 25 prósent af þjóðarframleiðslu á fáeinum árum, hleypti öllu upp, annað fylgdi í kjölfarið vegna styrkingar krónu og aukinna umsvifa í hagkerfinu." Þetta segir Heiðar Már Guðjónsson hagfræðingur og fjárfestir í bókadómi sem hann skrifar um bók Árna M. Mathiesen og Þórhalls Jósepssonar, Árni Matt - frá bankahruni til byltingar, í nýjasta tölublaði Herðubreiðar sem kom út í dag. Heiðar Már segir bókina vera læsilega og vel skrifaða, en segist sakna þess að ekki skuli koma fram betri greiningar á kerfislægum vandamálum og hvernig þau komu inn á borð stjórnmálamanna. „Lesendur hljóta að sakna ítarlegri umfjöllunar og afstöðu Árna til mikilvægra atriða sem snéru að ríkinu. Þar sem ríkið jók t.d. útgjöld sín um helming að raungildi á fimm árum, stóð fyrir stærstu ríkisinnspýtingu á fjármagni sem sést hefur á Vesturlöndum vegna Kárahnjúka, og fylgdi umdeildri peningastefnu sem kom fram í 40% árlegri aukningu peningamagns á árunum 2003 til 2008." Þá segir Heiðar Már að ekki sé hægt að kenna einstaklingum um jafn mikil kerfislæg vandamál og hér voru og leiddu til hrunsins. „Mest rannsakaði atburður hagsögunnar er hrunið mikla árið 1929. Engum dettur í hug í þeim rannsóknum að kenna einstaklingum um ófarirnar heldur er kannað hvaða kerfislægu þættir gerðu það að verkum að slíkar ófarir gátu dunið yfir. Það er einungis hægt að fyrirbyggja frekari áföll ef barið er í brestina sem í kerfinu leynast. Þannig er ljóst að skuldinni á bankahruninu verðu ekki skellt á Árna M. Mathiesen [...] Lesandi sem hafði vonað að einstaklingur úr innsta hring á örlagatímum birti almennt uppgjör með sögu sinni og birtingu nýrra skjallegra heimilda verður fyrir vonbrigðum. Bókin er varnarræða en ekki uppgjör við fortíðina," segir Heiðar Már í lok bókadómsins.
Mest lesið Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Verðbólga lækkar um 0,4 stig Viðskipti innlent Vextir lækka hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Sjá meira