Heiðar Már Guðjónsson: "Kárahnjúkavirkjun hleypti öllu upp“ Magnús Halldórsson skrifar 28. júní 2012 16:56 Heiðar Már Guðjónsson. „Í ljósi stöðu Árna [M. Mathiesen] og allra þeirra upplýsinga sem voru aðgengilegar æðstu ráðamönnum, sé m.a. litið til þess sem fram kemur í Rannsóknarskýrslu Alþingis, er að mínum dómi ekki trúverðugt að stjórnvöld hafi ekkert vitað af hættumerkjum eða ekki haft nein tækifæri til að bregðast við. Lækkun bindiskyldu bankanna hleypti ekki af stað hagvexti árið 2003. Kárahnjúkavirkjun, sem leiddi til innflæðis gjaldeyris sem nam yfir 25 prósent af þjóðarframleiðslu á fáeinum árum, hleypti öllu upp, annað fylgdi í kjölfarið vegna styrkingar krónu og aukinna umsvifa í hagkerfinu." Þetta segir Heiðar Már Guðjónsson hagfræðingur og fjárfestir í bókadómi sem hann skrifar um bók Árna M. Mathiesen og Þórhalls Jósepssonar, Árni Matt - frá bankahruni til byltingar, í nýjasta tölublaði Herðubreiðar sem kom út í dag. Heiðar Már segir bókina vera læsilega og vel skrifaða, en segist sakna þess að ekki skuli koma fram betri greiningar á kerfislægum vandamálum og hvernig þau komu inn á borð stjórnmálamanna. „Lesendur hljóta að sakna ítarlegri umfjöllunar og afstöðu Árna til mikilvægra atriða sem snéru að ríkinu. Þar sem ríkið jók t.d. útgjöld sín um helming að raungildi á fimm árum, stóð fyrir stærstu ríkisinnspýtingu á fjármagni sem sést hefur á Vesturlöndum vegna Kárahnjúka, og fylgdi umdeildri peningastefnu sem kom fram í 40% árlegri aukningu peningamagns á árunum 2003 til 2008." Þá segir Heiðar Már að ekki sé hægt að kenna einstaklingum um jafn mikil kerfislæg vandamál og hér voru og leiddu til hrunsins. „Mest rannsakaði atburður hagsögunnar er hrunið mikla árið 1929. Engum dettur í hug í þeim rannsóknum að kenna einstaklingum um ófarirnar heldur er kannað hvaða kerfislægu þættir gerðu það að verkum að slíkar ófarir gátu dunið yfir. Það er einungis hægt að fyrirbyggja frekari áföll ef barið er í brestina sem í kerfinu leynast. Þannig er ljóst að skuldinni á bankahruninu verðu ekki skellt á Árna M. Mathiesen [...] Lesandi sem hafði vonað að einstaklingur úr innsta hring á örlagatímum birti almennt uppgjör með sögu sinni og birtingu nýrra skjallegra heimilda verður fyrir vonbrigðum. Bókin er varnarræða en ekki uppgjör við fortíðina," segir Heiðar Már í lok bókadómsins. Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Sjá meira
„Í ljósi stöðu Árna [M. Mathiesen] og allra þeirra upplýsinga sem voru aðgengilegar æðstu ráðamönnum, sé m.a. litið til þess sem fram kemur í Rannsóknarskýrslu Alþingis, er að mínum dómi ekki trúverðugt að stjórnvöld hafi ekkert vitað af hættumerkjum eða ekki haft nein tækifæri til að bregðast við. Lækkun bindiskyldu bankanna hleypti ekki af stað hagvexti árið 2003. Kárahnjúkavirkjun, sem leiddi til innflæðis gjaldeyris sem nam yfir 25 prósent af þjóðarframleiðslu á fáeinum árum, hleypti öllu upp, annað fylgdi í kjölfarið vegna styrkingar krónu og aukinna umsvifa í hagkerfinu." Þetta segir Heiðar Már Guðjónsson hagfræðingur og fjárfestir í bókadómi sem hann skrifar um bók Árna M. Mathiesen og Þórhalls Jósepssonar, Árni Matt - frá bankahruni til byltingar, í nýjasta tölublaði Herðubreiðar sem kom út í dag. Heiðar Már segir bókina vera læsilega og vel skrifaða, en segist sakna þess að ekki skuli koma fram betri greiningar á kerfislægum vandamálum og hvernig þau komu inn á borð stjórnmálamanna. „Lesendur hljóta að sakna ítarlegri umfjöllunar og afstöðu Árna til mikilvægra atriða sem snéru að ríkinu. Þar sem ríkið jók t.d. útgjöld sín um helming að raungildi á fimm árum, stóð fyrir stærstu ríkisinnspýtingu á fjármagni sem sést hefur á Vesturlöndum vegna Kárahnjúka, og fylgdi umdeildri peningastefnu sem kom fram í 40% árlegri aukningu peningamagns á árunum 2003 til 2008." Þá segir Heiðar Már að ekki sé hægt að kenna einstaklingum um jafn mikil kerfislæg vandamál og hér voru og leiddu til hrunsins. „Mest rannsakaði atburður hagsögunnar er hrunið mikla árið 1929. Engum dettur í hug í þeim rannsóknum að kenna einstaklingum um ófarirnar heldur er kannað hvaða kerfislægu þættir gerðu það að verkum að slíkar ófarir gátu dunið yfir. Það er einungis hægt að fyrirbyggja frekari áföll ef barið er í brestina sem í kerfinu leynast. Þannig er ljóst að skuldinni á bankahruninu verðu ekki skellt á Árna M. Mathiesen [...] Lesandi sem hafði vonað að einstaklingur úr innsta hring á örlagatímum birti almennt uppgjör með sögu sinni og birtingu nýrra skjallegra heimilda verður fyrir vonbrigðum. Bókin er varnarræða en ekki uppgjör við fortíðina," segir Heiðar Már í lok bókadómsins.
Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Sjá meira