Erlent

Ráðherra lést í þyrluslysi

Mynd/AFP
George Saitoti, öryggismálaráðherra Kenía, lést ásamt sex öðrum þegar þyrla brotlenti í skógi skammt frá höfuðborginni Nairobi. Kenísk yfirvöld greindu frá þessu í morgun. Ekki er vitað hvað olli slysinu að svo stöddu.

Saitoti hugðist bjóða sig fram til forseta en næstu forsetakosningar í Kenía fara fram í mars á næsta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×