
Handbremsa þjóðarskrjóðsins
Ýmsum þykir bílstjórinn sem tók við eftir slysið standa sig illa við að koma skrjóðnum aftur á beina braut, viðgerðir ganga alltof hægt, eldsneyti vera af skornum skammti og jafnvel eru uppi efasemdir um að rétt eldsneyti hafi verið sett á bílinn. Þótt ferðalangarnir geti valið sér nýjan bílstjóra eftir skamma stund ríkir almennt vantraust á bílstjórum yfirleitt og ekki bætir úr skák hvernig aðrir tilvonandi bílstjórar veltast æpandi og skrækjandi á gólfinu.
Leiðsögumaðurinn átti að hlusta á raddir ferðalanganna og vera í stöðugu sambandi við bílstjórann, efla samhug og samstöðu um hvert skuli halda en um leið hvetja ferðalangana til að njóta samvistanna og útsýnisins. Þegar ósköpin dundu yfir var leiðsögumaðurinn að spila á gítar fyrir ríku strákana sem drukku konjak af gullstút aftast í bílnum en nú er hann kominn úrillur frammí til bílstjórans, eflaust með slæmt samviskubit.
Leiðsögumaðurinn efast um talstöðvarsamband bílstjórans við annarra þjóða farartæki og hrópar því sína eigin stefnu í gjallarhorn. Hann hnakkrífst við bílstjórann um hvort taka eigi þessa beygjuna eða hina, hótar að kippa í stýrið og heldur þéttingsfast um handbremsuna sem hann telur að megi nota til að stýra skjóðnum rétta leið með farsælum handbremsubeygjum. Hann telur voðann blasa við þjóðarskrjóðnum ef hann hverfi af vettvangi og láti nýjum kynslóðum eftir að móta farsælli samskipti ferðalanga, leiðsögumanns og bílstjóra til framtíðar.
Komandi forsetakosningar snúast hvorki um ábyrgð leiðsögumannsins sem veislustjóra útrásarinnar né viðbrögð hans við efnahagshruni og pólitískri upplausn haustið 2008. Þær snúast heldur ekki um þá kosti sem þjóðin stóð frammi fyrir varðandi Icesave né heldur kosti og galla Evrópusambandsins. Því síður snúast þær um það hvað leiðsögumaðurinn Sveinn Björnsson sagði eða sagði ekki við bílstjórann Ólaf Thors fyrir sextíu og tveimur árum.
Komandi forsetakosningar snúast um það hvort við viljum forseta sem leitast við að efla samstöðu þjóðarinnar um sameiginleg markmið, eða sem tekur þátt í pólitískri baráttu um ólíkar leiðir að þeim markmiðum. Þær snúast um það hvort við viljum forseta sem leitast við að efla skynsamlega samræðu stjórnmálaleiðtoga og þjóðarinnar eða sem ólmur vill egna saman hinu kjörna alþingi og alþingi götunnar. Þær snúast um það hvort við viljum forseta sem tekur ábyrgð á hlutverki sínu sem umboðsmaður þjóðarinnar gagnvart ríkisvaldinu og umgengst það af varfærni og virðingu eða lítur á það hlutverk sem tækifæri til persónlegrar valdabaráttu við þá ríkisstjórn sem situr í umboði þjóðkjörins þings hverju sinni.
Í mínum huga er enginn vafi á því að Þóra Arnórsdóttir hefur alla burði til þess að verða sá leiðsögumaður sem getur stappað stálinu í þjóðina og stuðlað að upplýstri og jákvæðri umræðu um sameiginleg markmið okkar allra. Það er nóg komið af heifúðugri og andstyggilegri umræðuhefð eftirhrunsáranna og tími kominn til að nýr forseti leiti sátta meðal þjóðar og þings, ekki síst nú þegar fáeinir mánuðir eru til næstu þingkosninga.
Skoðun

Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum?
Anton Guðmundsson skrifar

Dæmir sig sjálft
Jón Pétur Zimsen skrifar

Mega blaðamenn ljúga?
Páll Steingrímsson skrifar

Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Hvað hefur áunnist á 140 dögum?
Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar

Samstarf er lykill að framtíðinni
Magnús Þór Jónsson skrifar

Kjarnorkuákvæði?
Dagur B. Eggertsson skrifar

Hver erum við? Hvert stefnum við?
Arnar Þór Jónsson skrifar

Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu
Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar

Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan!
Íris Björk Hreinsdóttir skrifar

Hugtakið valdarán gengisfellt
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Ábyrgðin er þeirra
Vilhjálmur Árnason skrifar

Dæmt um form, ekki efni
Hörður Arnarson skrifar

Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk
Sævar Þór Jónsson skrifar

Um fundarstjórn forseta
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Hjálpartæki – fyrir hverja?
Júlíana Magnúsdóttir skrifar

Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar
Matthías Arngrímsson skrifar

Áform um að eyðileggja Ísland!
Jóna Imsland skrifar

Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins
Grímur Atlason skrifar

Tekur ný ríkisstjórn af skarið?
Árni Einarsson skrifar

Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir
Árni Björn Kristbjörnsson skrifar

Rölt að botninum
Smári McCarthy skrifar

Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja
Einar G. Harðarson skrifar

Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi
Jón Frímann Jónsson skrifar

Lýðskrum Skattfylkingarinnar
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Krabbamein – reddast þetta?
Halla Þorvaldsdóttir skrifar

Valdið yfir sjávarútvegsmálunum
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Lummuleg áform heilbrigðisráðherra
Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar

Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst?
Davíð Bergmann. skrifar

Baráttan um kjör eldra fólks
Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar