Erlent

Farþegaþota flaug á íbúðarhúsnæði - óttast að allir hafi farist

Athugið að myndin er úr safni.
Athugið að myndin er úr safni.
Farþegaþota flaug á íbúðarhúsnæði og brotlendi í kjölfarið samkvæmt erlendum fréttamiðlum. 153 voru um borð í vélinni. AP fréttastofan hefur eftir flugmálayfirvöldum í Nígeríu að líklega hefðu allir í flugvélinni farist.

Slysstaðurinn er skammt frá flugvellinum í Lagos en flugvélin var að koma frá Abuja. Nígería, líkt og mörg önnur afrísk ríki, hefur verið gagnrýnt fyrir lélegt öryggi í flugmálum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×