Erlent

Leiðtogar ESB beita Rússa þrýstingi vegna Sýrlands

Leiðtogar Evrópusambandsins munu reyna að beita Rússa þrýstingi til að breyta afstöðu sinni gagnvart Sýrlandi á leiðtogafundi sem nú stendur yfir í Pétursborg.

Leiðtogar Evrópusambandsins telja að friðaráætlun Kofi Annan fyrir Sýrland sé dauðadæmd ef Rússar fást ekki til að styðja hana.

Bandaríkjamenn telja Valdimir Putin standa í vegi fyrir því að koma Bashir Assad forseta Sýrlands frá völdum en Putin segir að slíkt sé ekki lausn á stríðinu sem geysar í Sýrlandi og muni aðeins auka á glundroðann í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×