Stuðningsgrein: Lýðræði er alltaf svarið Inga Sigrún Atladóttir skrifar 4. júní 2012 10:30 Herdís Þorgeirsdóttir forsetaframbjóðandi hefur einstaka innsýn í valdaþræði íslensks samfélags. Herdís er samt sem áður ekki dómhörð og tekur sér ekki stöðu gegn fyrirtækjum og fjármagnseigendum heldur talar opinskátt um það sem þarf að breytast. Ég held að næmni hennar á íslenskt samfélag sé ekki tilviljun. Hún ólst upp með hernum á Keflavíkurflugvelli og hún hefur tengsl inn í innsta kjarna sjálfstæðisflokksins. Þessa innsýn hefur Herdís nýtt sér til að taka eindregna afstöðu gegn sterkum hagsmunaaðilum og þeim sem vinna gegn grundvallarmannréttindum. Áherslur Herdísar Þorgeirsdóttir í forsetabaráttunni eru: lýðræðisleg umræða, gagnsæi og takmörkun á valdi peninganna. Einkunnarorð framboðsins eru "Lýðræði er alltaf svarið". Ég var fyrst kjörin í sveitarstjórn 2006 og sú reynsla hefur sannfært mig um að Ísland þurfi á lýðræðislegum umbótum að halda. Spilling, yfirdrifin hagsmunagæsla, hótanir og mútur eru því miður staðreynd á Íslandi. Áður en ég fór að taka þátt í pólitík hélt ég að umræðan um tengsl stjórnmálamanna og hagsmunahópa væru orðum auknar. En því miður er það ekki þannig. Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að Ísland er lítið og með vitundarvakningu og öflugri umræðu getum við breytt þessu. Stjórnmál eiga að stjórnast af hugsjónum og almannahagsmunum en ekki af stundargróða og sérhagsmunum. Þjóðmálaumræða ætti að beinast að því að finna raunverulega hagsmuni í umræðunni og spyrja sig um raunverulega hvata að baki málflutningi manna. Flestir íslendingar eru orðnir yfir sig þreyttir á deilum um hrunið og afleiðingar þess. En þrátt fyrir það megum við ekki gleyma, við verðum að ljúka við að vinna úr þeim staðreyndum sem hrunið leiddi í ljós. Við þurfum að horfast í augu við þá samfélagsgerð sem það opinberaði og viðurkenna þau vinnubrögð sem fengu að þróast í okkar lýðræðislega umhverfi. Við þurfum að koma sterk út úr umræðunni og halda bjartsýn áfram uppbyggingu landsins. Þá vegferð getur Herdís Þorgeirsdóttir leitt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Sjá meira
Herdís Þorgeirsdóttir forsetaframbjóðandi hefur einstaka innsýn í valdaþræði íslensks samfélags. Herdís er samt sem áður ekki dómhörð og tekur sér ekki stöðu gegn fyrirtækjum og fjármagnseigendum heldur talar opinskátt um það sem þarf að breytast. Ég held að næmni hennar á íslenskt samfélag sé ekki tilviljun. Hún ólst upp með hernum á Keflavíkurflugvelli og hún hefur tengsl inn í innsta kjarna sjálfstæðisflokksins. Þessa innsýn hefur Herdís nýtt sér til að taka eindregna afstöðu gegn sterkum hagsmunaaðilum og þeim sem vinna gegn grundvallarmannréttindum. Áherslur Herdísar Þorgeirsdóttir í forsetabaráttunni eru: lýðræðisleg umræða, gagnsæi og takmörkun á valdi peninganna. Einkunnarorð framboðsins eru "Lýðræði er alltaf svarið". Ég var fyrst kjörin í sveitarstjórn 2006 og sú reynsla hefur sannfært mig um að Ísland þurfi á lýðræðislegum umbótum að halda. Spilling, yfirdrifin hagsmunagæsla, hótanir og mútur eru því miður staðreynd á Íslandi. Áður en ég fór að taka þátt í pólitík hélt ég að umræðan um tengsl stjórnmálamanna og hagsmunahópa væru orðum auknar. En því miður er það ekki þannig. Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að Ísland er lítið og með vitundarvakningu og öflugri umræðu getum við breytt þessu. Stjórnmál eiga að stjórnast af hugsjónum og almannahagsmunum en ekki af stundargróða og sérhagsmunum. Þjóðmálaumræða ætti að beinast að því að finna raunverulega hagsmuni í umræðunni og spyrja sig um raunverulega hvata að baki málflutningi manna. Flestir íslendingar eru orðnir yfir sig þreyttir á deilum um hrunið og afleiðingar þess. En þrátt fyrir það megum við ekki gleyma, við verðum að ljúka við að vinna úr þeim staðreyndum sem hrunið leiddi í ljós. Við þurfum að horfast í augu við þá samfélagsgerð sem það opinberaði og viðurkenna þau vinnubrögð sem fengu að þróast í okkar lýðræðislega umhverfi. Við þurfum að koma sterk út úr umræðunni og halda bjartsýn áfram uppbyggingu landsins. Þá vegferð getur Herdís Þorgeirsdóttir leitt.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar