Erlent

Dularfullt geimfar lendir eftir ár á braut um jörðu

Dularfullt geimfar á vegum bandaríska flughersins á að koma til lendingar í þessum mánuði.

Farið sem ber heitið Boeing X37-B hefur hringsólað um jörðina í eitt ár en ekkert er vitað um hlutverk þess.

Í frétt um málið í Daily Mail segir að sennilega séu geislavirk efni um borð í þessu geimfari enda voru þeir sem stóðu að flugtaki þess fyrir ári síðan klæddir í búninga til varnar geislavirkni.

Ýmsar vangaveltur hafa verið um hlutverk þessa geimfars m.a. að því hafi verið ætlað að njósna um hina nýju geimstöð Kínverja sem nú er á braut um jörðina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×