Erlent

Ríkisstjóri endurkjörinn í sögulegum kosningum

Sögulegum aukakosningum í ríkinu Wisconsin í Bandaríkjunum lauk í nótt með því að Repúblikaninn Scott Walker heldur starfi sínu sem ríkisstjóri.

Walker hafði gripið til umdeildra aðgerða sem skertu mjög samningsrétt og eftirlaun þeirra opinberu starfsmanna sem tilheyra verkalýðsfélögum. Félögin söfnuðu þá nægilegum fjölda undirskrifta til að knýja fram aukakosningar.

Walker haut 53% atkvæða en andstæðingur hans 46%. Úrslitin eru áfall fyrir verkalýðsfélögin og jafnframt talin gefa Repúblikanaflokknum byr í seglin fyrir komandi forsetakosningar í haust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×