DUST 514 vekur hrifningu á E3 Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 6. júní 2012 13:48 Bandaríska leikjasíðan IGN hefur valið DUST 514, nýjasta afsprengi tölvuleikjafyrirtækisins CCP, sem einn besta leik E3 tölvuleikjaráðstefnunnar. CCP hefur átt velgengni að fagna á E3 ráðstefnunni (e. The Electronic Entertainment Expo) en hún fer nú fram í Los Angeles í Bandaríkjunum. Fyrirtækið hefur lagt mikla áherslu tvær nýjungar, skotleikinn DUST 514 sem og nýjustu viðbótina við EVE Online, Inferno. Leikjavefsíðan IGN, sem er sú stærsta sinnar tegundar í heiminum, hefur nú valið DUST 514 sem einn af bestu leikjum ráðstefnunnar. Þannig stillir DUST 514 sér upp við leiki á borð við: Call of Duty - Black Ops 2, Crysis 3 og Halo 4. Talið er að sá síðastnefndi verði einn stærsti tölvuleikur ársins.Skjáskot úr DUST 514.mynd/CCPÞað voru þó ekki aðeins fréttaritarar IGN sem voru hrifnir af DUST 514, því PlayStation Official Magazine hefur valið leikinn sem einn af tíu efnilegustu og gróðavænlegustu leikjum ráðstefnunnar. Hægt er að sjá kynningarmyndband fyrir DUST 514 sem frumsýnt var á E3 hér fyrir ofan. Leikjavísir Tengdar fréttir CCP fer mikinn á E3 Tölvuleikjafyrirtækið CCP tekur nú þátt í einni stærstu leikjaráðstefnu veraldar, E3, í Los Angeles. Fjöldi blaðamanna og talsmanna tölvuleikjafyrirtækja eru á ráðstefnunni en kaupendur og dreifingaraðilar eru einnig á staðnum. 5. júní 2012 13:59 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fleiri fréttir Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira
Bandaríska leikjasíðan IGN hefur valið DUST 514, nýjasta afsprengi tölvuleikjafyrirtækisins CCP, sem einn besta leik E3 tölvuleikjaráðstefnunnar. CCP hefur átt velgengni að fagna á E3 ráðstefnunni (e. The Electronic Entertainment Expo) en hún fer nú fram í Los Angeles í Bandaríkjunum. Fyrirtækið hefur lagt mikla áherslu tvær nýjungar, skotleikinn DUST 514 sem og nýjustu viðbótina við EVE Online, Inferno. Leikjavefsíðan IGN, sem er sú stærsta sinnar tegundar í heiminum, hefur nú valið DUST 514 sem einn af bestu leikjum ráðstefnunnar. Þannig stillir DUST 514 sér upp við leiki á borð við: Call of Duty - Black Ops 2, Crysis 3 og Halo 4. Talið er að sá síðastnefndi verði einn stærsti tölvuleikur ársins.Skjáskot úr DUST 514.mynd/CCPÞað voru þó ekki aðeins fréttaritarar IGN sem voru hrifnir af DUST 514, því PlayStation Official Magazine hefur valið leikinn sem einn af tíu efnilegustu og gróðavænlegustu leikjum ráðstefnunnar. Hægt er að sjá kynningarmyndband fyrir DUST 514 sem frumsýnt var á E3 hér fyrir ofan.
Leikjavísir Tengdar fréttir CCP fer mikinn á E3 Tölvuleikjafyrirtækið CCP tekur nú þátt í einni stærstu leikjaráðstefnu veraldar, E3, í Los Angeles. Fjöldi blaðamanna og talsmanna tölvuleikjafyrirtækja eru á ráðstefnunni en kaupendur og dreifingaraðilar eru einnig á staðnum. 5. júní 2012 13:59 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fleiri fréttir Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira
CCP fer mikinn á E3 Tölvuleikjafyrirtækið CCP tekur nú þátt í einni stærstu leikjaráðstefnu veraldar, E3, í Los Angeles. Fjöldi blaðamanna og talsmanna tölvuleikjafyrirtækja eru á ráðstefnunni en kaupendur og dreifingaraðilar eru einnig á staðnum. 5. júní 2012 13:59