Erlent

Nakinn fréttamaður flúði frá Kristjaníu

Fréttamaður frá dönsku sjónvarpsstöðinni TV2 lenti í miklum vandræðum í Kristjaníu í Kaupmannahöfn í gær.

Íbúar staðarns gripu hann við að nota falda myndavél til að mynda hasssöluna sem þar blómstrar að nýju. Fréttamaðurinn var neyddur til að afklæðast öllum fötum sínum og síðan hrakinn nakinn út úr staðnum. Hinsvegar slapp hann við barsmíðar að því er segir í frétt í Ekstra Bladet.

Fréttamaðurinn flúði nakinn út á Christianhavnstorg þar sem hann fékk aðstoð og föt til að fara í.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×