Erlent

ESB ríki fá leyfi til að setja upp vegabréfaeftirlit

Stjórnvöld í ríkjum Evrópusambandsins munu fá leyfi til að setja upp vegabréfaeftirlit við landamæri sín í allt að tvö ár til að stemma stigu við fjölda ólöglegra innflytjanda inn á Schengen svæðið.

Þetta var ákveðið á fundi innanríkisráðherra sambandsins á fundi þeirra í Lúxemborg í gærdag. Leyfið mun þó ekki fást fyrr en Evrópuþingið hefur samþykkt frumvarp um málið.

Mikill fjöldi ólöglegra innflytjenda kemur til jarðarlanda Shengen svæðisins á hverju ári. Í frétt Reuters um málið er nefnt sem dæmi að talið er að 60.000 ólöglegir innflytjendur hafi komið til Grikklands á síðasta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×