Erlent

73 ára kleif Mount Everest

Skvísan alsæl með viðurkenninguna.
Skvísan alsæl með viðurkenninguna.
Tamae Watanabe, sjötíu og þriggja ára fyrrum skrifstofukona frá Nepal, setti heimsmet met á dögunum þegar hún klifraði upp á toppinn á Mount Everest. Hún er nú elsta kona í heimi sem hefur náð upp á þennan hæsta tind veraldar.

Þrátt fyrir að þessi hrausta kona hafi komist alla leið upp er hún ekki elsta manneskja í heiminum sem hefur gert það. Því sá elsti er sjötíu og sex ára Nepali sem náði þeim áfanga árið 2008.

Watanabe fór ásamt fjórum fjallgöngumönnum upp á fjallið sem er 8,850 metrar að hæð. Ferðin gekk eins og í sögu og var hún við hestaheilsu þegar hún kom niður.

Watanabe er vanur fjallgöngumaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×