Erlent

Talíbanar drepa franska hermenn

BBI skrifar
Franskur hermaður horfir á herbíl í Afganistan.
Franskur hermaður horfir á herbíl í Afganistan. Mynd/AFP
Fjórir franskir hermenn létu lífið í sjálfsmorðstilræði í Afganistan í dag. Herskáir talíbanar hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni sem átti sér stað á Kapisa-svæðinu í austurhluta landsins. Nú eru tæplega 3.300 franskir hermenn í Afganistan en stefnan er að franskar hersveitir hafi yfirgefið landið í lok þessa árs.

Umfjöllun BBC um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×