Erlent

Taylor dæmdur í 50 ára fangelsi

Charles Taylor
Charles Taylor
Charles Taylor, fyrrverandi forseti Líberíu, var í morgun dæmdur í 50 ára fangelsi fyrir aðild sína að stríðsglæpum sem framdir voru í borgarastríðinu í Sierra Leone. Taylor var sakfelldur fyrir að aðstoða uppreisnarmenn í nágrannalandinu en þeir frömdu margvísleg voðaverk í borgarastríðinu sem stóð frá árinu 1997 og fram til 2003.

Taylor er fyrsti fyrrverandi leiðtogi þjóðríkis sem er dæmdur fyrir stríðsglæpi frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Slobodan Milosevic, fyrrverandi forseti Júgóslavíu, var dreginn fyrir rétt fyrir þátt sinn í stríðinu þar í landi á tíunda áratug síðustu aldar, en hann lést áður en dómur féll. Taylor, sem er 64 ára gamall, mun afplána dóminn í fangelsi í Bretlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×