Erlent

Eitrað fyrir skólastúlkum í Afganistan

Frá Afganistan
Frá Afganistan mynd/afp
Hundrað og sextíu skólastúlkur í norðurhluta Afganistan voru fluttar á sjúkrahús í gær eftir að eitrað var fyrir þeim. Skólastofur þeirra höfðu verið úðaðar með eitruðu efni, að sögn lögreglunnar í borginni Taluqan.

Stúlkurnar eru á aldrinum tíu til tuttugu ára. Þær kvörtuðu yfir hausverk, svima og sumar þeirra köstuðu upp. Flestar þeirra voru útskrifaðar strax. Talið er að Talíbanar standi á bakvið árásina og séu að mótmæla skólagöngu stúlknanna.

Í síðustu viku kom upp svipað tilfelli þar sem eitrað var fyrir 120 stúlkum. Talíbanar neita að bera ábyrgð á árásunum og segja að Bandaríkjamenn og NATÓ standi á bakvið þær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×