Erlent

Forsetafrú gefur út bók um grænmeti og garðyrkju

BBI skrifar
Hér flettir kona blöðum garðyrkjubókarinnar. Kápu hennar prýðir Michelle Obama sjálf með körfu fulla af grænmeti.
Hér flettir kona blöðum garðyrkjubókarinnar. Kápu hennar prýðir Michelle Obama sjálf með körfu fulla af grænmeti. Mynd/AFP
Michelle Obama, forsetafrú í Bandaríkjunum, gaf í gær út bók um garðyrkju. Bókin heitir á frummálinu American Grown: The Story of the White House Kitchen Garden and Gardens Across America.

Þessa dagana hringsnúast fjölmiðlar þar vestra um bókina. Michelle mun í vikunni mæta og ræða um grænmeti í fjölda sjónvarpsþátta, t.d. Good morning America, The View og The daily show með John Stewart.

Tímasetning útgáfunnar er afar heppileg fyrir kosningabaráttu Barack Obama. Þó bókin snúist engan vegin um stjórnmál bregður hún upp þeirri ímynd að Michelle standi við bak eiginmanns síns í starfi hans sem forseti. Michelle er sömuleiðis töluvert vinsælli meðal almennings í Bandaríkjunum. 70% bandarísku þjóðarinnar eru hrifin af Michelle meðan 58% styðja Barack.

Bókin hefur sögulega skírskotuna þar sem forsetar fyrri tíma stunduðu garðyrkju við Hvíta Húsið. Til að mynda fyrirskipaði John Adams gerð garðyrkjureits við húsið og Thomas Jefferson var heltekinn af þeirri hugmynd að rækta þar 1,2 metra langa agúrku.

Bók Michelle Obama er ekki fyrsta bókin sem forsetafrú í Bandaríkjunum gefur út. Hillary Clinton og Laura Bush komu sömuleiðis báðar að bókaútgáfu meðan þær bjuggu í Hvíta Húsinu.

Fjallað var um bókina í breska blaðinu Guardian í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×