Erlent

Hús Winehouse á sölu

Hús söngkonunnar Amy Winehouse er nú komið á sölu en þar eyddi hún síðustu árum ævi sinnar og þar lét hún einnig lífið fyrir rétt tæpu ári síðan. Fjölskylda hennar hefur nú ákveðið að selja eignina sem er í Camden í London og er verðmiðinn 2,7 milljónir punda, eða um 550 milljónir íslenskra króna.

Rætt hafði verið um að húsið yrði gert að höfuðstöðvum sjóðs sem settur hefur verið á laggirnar í nafni sönkonunnar en ekkert varð af því. Winehouse var 27 ára gömul þegar hún lést, eftir að hafa glímt við alvarlegan drykkju- og eiturlyfjavanda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×