Erlent

Foreldrar sex barna sem brunnu inni ákærð fyrir morð

Mynd/AP
Foreldrar sex barna sem létust í húsbruna í Derby á Englandi á dögunum verða í dag ákærðir fyrir morð. Að lokinni rannsókn á málinu ákvað lögreglan að nægileg sönnunargögn lægju til grundvallar því að ákæra í málinu.

Börnin voru á aldrinum fimm til þrettán ára, þegar eldurinn braust út í maí síðastliðnum. Málið vakti mikla athygli á sínum tíma og komu foreldrarnir harmi slegnir fram á blaðamannafundi nokkrum dögum síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×