Erlent

Kanadískur klámmyndaleikari eftirlýstur fyrir hrottalegt morð

Lögreglan í Kanada leitar nú manns sem talinn er hafa sent tvo pakka til höfuðstöðva íhaldsflokksins þar í landi sem eru í borginni Ottawa en í pökkunum voru hlutar af mannslíki.

Maðurinn, Luka Rocco Magnotta, er einnig grunaður um að tengjast líkfundi í borginni Montreal en þar fannst búkur af manni sem komið hafði verið fyrir í ferðatösku. Maðurinn sem grunaður er um verknaðinn er 29 ára gamall og hefur unnið fyrir sér sem leikari í klámmyndum.

Við leit í íbúð hans fannst myndband sem lögregla segir að sýni þegar morðið var framið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×