Erlent

Clinton gagnrýnir afstöðu Rússa og Kínverja

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. mynd/AP
Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, gagnrýndi yfirvöld í Rússlandi og Kína harðlega í dag en hún telur að stefna landanna í málefnum Sýrlands auka verulega möguleikann á því að allsherjar borgarastyrjöld brjótist út í landinu.

Þá sagði hún að rökin fyrir hernaðaríhlutun í Sýrlandi verða sterkari með hverjum deginum.

Ummæli Clintons féllu stuttu eftir að Rússar og Kínverjar lýstu yfir andstöðu sinni við auknar refsiaðgerðir gegn Sýrlandi.

Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu Þjóðanna, hefur einnig lýst yfir áhyggjum vegna stöðu mála í Sýrlandi. Þá óttast að hann að borgarastyrjöld sé á næsta leiti í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×