Erlent

Kínverskum sjómönnum sleppt

Kim Jong-un hinn nýi "leiðtogi ríkisins flokksins og hersins“ í Norður Kóreu.
Kim Jong-un hinn nýi "leiðtogi ríkisins flokksins og hersins“ í Norður Kóreu. Mynd/AFP
Tuttugu og níu kínverskum sjómönnum hefur verið sleppt úr gíslingu en þeir voru teknir til fanga þar sem þeir voru við veiðar á þremur bátum í Gulahafi, undan ströndum Norður Kóreu þann áttunda maí síðastliðinn.

Norður-kóresk yfirvöld létu kínverska sendiráðið þar í landi vita af því að mennirnir væru lausir úr prísund sinni og komu þeir til hafnar í norðausturhluta Kína í morgun. Óljóst er þó hvort þeir hafi veirð í haldi yfirvalda í Norður-Kóreu, eða sjóræningja, en farið hafði verið fram á lausnargjald fyrir þá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×