Erlent

Dómsmálaráðherra Breta segir Íslendinga einangraða

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Kenneth Clarke er dómsmálaráðherra Breta.
Kenneth Clarke er dómsmálaráðherra Breta. mynd/ afp.
Ég get ekki ímyndað mér neitt meira óviðeigandi í núverandi aðstæðum, né heldur get ég hugsað mér neitt verra en að Bretar yfirgefi Evrópusambandið og ákveddu að nú væri tími til að einangra sig algerlega með Íslendingum og öðrum," segir Kenneth Clarke, dómsmálaráðherra Breta.

Clarke, sem er talinn vera sá þingmaður Íhaldsflokksins, sem er hvað hallastur undir Evrópusambandið segir að breskir þingmenn sem vilji þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort Bretar eigi að ganga úr Evrópusambandinu séu hægri sinnaðir þjóðernissinar. Það myndi valda Bretum skelfingu ef þeir fengu að ráða.

Á liðnum vikum og mánuðum hefur sú krafa orðið sífellt háværari í Bretlandi um að Bretar yfirgæfu Evrópusambandið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×