Erlent

Drauma dansleikur fatlaðra nemanda í Las Vegas

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Ben og Meagan
Ben og Meagan mynd/lvrj
Skóladansleikurinn er stórmál hjá mörgum nemendum í Bandaríkjunum. En þessi rótgróna hefð er þó ekki á allra færi. Þeir sem þjást af andlegri eða líkamlegri fötlun verða oft á tíðum útundan þegar samnemendur þeirra fagna námslokum sínum.

Þess vegna ákváðu nemendur við gagnfræðaskóla í Las Vegas í Bandaríkjunum að brjóta viðteknar hefðir og bjóða þeim sem minna mega sín á dansleikinn.

Útskriftarnemendurnir ræddu við þroskaþjálfa skólans um málið. Hún bar síðan málið undir foreldra nemendanna.

Einn nemandi, Meagan Baker, var á höttunum eftir Ben nokkrum Baker. Hann hefur verið bundinn við hjólastól síðan illkynja æxli myndaðist við hryggjarsúlur hans fyrir nokkrum árum.

Ben fékk hvíta rós í hnappagatið.mynd/lvrj
Hin vongóða Meagan lagði rósarblöð á hjólastólaramp sem Bunker notar á hverjum degi. Hún kraup síðan á kné þegar Bunker kom og gaf honum miða með símanúmeri sínu og spurningarmerki.

Bunker ákvað að hringja ekki í Meagan um kvöldið. Hann beið hins vegar eftir henni fyrir utan skólann daginn eftir með veggspjaldd sem hann hafði útbúið. Plakatið var skreytt með súkkulaðistykkjum og rósum en á því stóð: „Ég er enginn vitleysingur. Auðvitað segi ég já, það væri mín ánægja að fara með þér."

Meagan var ekki sú eina sem greip tækifærið. Fjöldi nemanda við skólann buðu kollegum sínum úr sérkennslunni á dansleikinn.

Hægt er að lesa nánar um dansleikinn á vef Las-Vegas Review-Journal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×