Erlent

Mikið af fölsuðum malaríulyfjum í umferð

Þriðjungur allra malaríulyfja sem notuð eru í heiminum í dag eru fölsuð. Þetta leiðir ný rannsókn í ljós sem fjallað er um í læknablaðinu The Lancet. Í ljós kom að í mörgum tilfellum sé um lélegar eftirlíkingar að ræða en í sumum einfaldlega um gagnslaus efni að ræða. Þetta valdi því að verr gangi að hefta útbreiðslu sjúkdómsins auk þess sem æ erfiðara verði að vinna bug á honum með hefðbundnum lyfjum. Rannsóknin náði aðeins til Afríku og Suðaustur-Asíu en ekki til Kína og Indlands og óttast menn að ástandið þar sé síst betra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×