Erlent

Hæsti turn heims opnaður almenningi

Mynd/AP
Hæsti turn í heimi hefur nú verið opnaður almenningi en hann hefur verið fjögur ár í byggingu. Turninn risavaxni er í japönsku borginni Tókíó og heitir Skytree, eða Himnatréð. Hann er um það bil tvisvar sinnum hærri en Eiffel turninn í París, eða 634 metrar á hæð og hann kostaði um 800 milljónir dollara. Þótt turninn hafi verið opnaður fyrir almenningi í dag þá er enginn hægðarleikur að komast upp í hann til að njóta útsýnisins, því uppselt er í turninn fram í miðjan júlí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×