Erlent

Fór niður Niagara fossa og lifði það af

Mynd/AP
Manni einum í sjálfsmorðshugleiðingum mistókst ætlunarverk sitt þegar hann lifði það af að steypast fram af Niagara fossunum á landamærum Bandaríkjanna og Kanada. Talið er að þetta sé í þriðja sinn sem maður lifir þetta af.

Vitni segjast hafa séð hann klifra yfir varnargirðingar á þessum vinsæla ferðamannastað og stökkva beint út í ánna. Hann fór síðan fram af einum fossinum og var fallið tæpir 60 metrar.

Hann náði síðan að synda sjálfur upp á árbakkann þrátt fyrir að vera alvarlega slasaður og þykir mildi að hann hafi sloppið við að lenda í straumnum í ánni sem er gríðarlegur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×