Erlent

Morðkvendi handtekið í eigin brúðkaupsveislu

Mynd/AP
Kona ein í Rússlandi var handtekin á dögunum grunuð um morð. Það sem gerir málið athyglisvert er að hin 22 ára gamla kona var handsömuð í miðri brúðkaupsveislu. Og það sem meira er, hún var sjálf brúðurin.

Lögregla segir að konan hafi aðeins nokkrum klukkutímum fyrir brúðkaupið ráðist á 45 ára gamlan mann og barið hann til bana. Hún vildi meina að hann skuldaði henni peninga. Hann lést í garði konunnar og brúðguminn, sem var dauðadrukkinn, mun hafa horft á aðfarirnar án þess að aðhafast nokkuð.

Þau létu verknaðinn heldur ekki aftra sér frá því að láta pússa sig saman en brúðkaupsferðinni hefur hinsvegar verið frestað um óákveðinn tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×