Erlent

Reyna að sanna tilvist snjómannsins ógurlega

Viðamikil rannsókn er hafin á því hvort snjómaðurinn ógurlegi sé í raun og veru til. Það eru vísindamenn við Oxford háskóla á Englandi sem leiða rannsóknina sem ætlað er að varpa ljósi á hvort snjómaðurinn ógurlegi sem fjölmargar sögur hafa verið sagðar um sé til í raun og veru.

Notast á við genatækni til þess að skera úr um hvort líkamsleifar, sem sumir halda fram að séu af þessum kynaverum séu það í raun og veru. Vísindamennirnir biðla nú til allra sem telja sig eiga bein eða hár sem þeir halda að sé af slíkum risa og vonast þeir til að geta skorið úr um það í eitt skipti fyrir öll hvort það geti verið að furðurvera lík þeirri sem Tinni tókst á við í Tíbet forðum daga gangi, eða hafi gengið um í fjöllum Himalaya.

Árið 1951 kom fjallagarpurinn Eric Shipton af fjöllum með ljósmyndir af risastórum fótsporum sem hann sagði að væru eftir snjómanninn. Síðan þá hafa hundruðir manna sagst hafa séð samskonar spor eða jafnvel dýrin sjálf. Nú freista vísindamennirnir þess að skera úr um þetta dularfulla mál í eitt skipti fyrir öll.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×