Erlent

Fyrsta fallhlífarstökkið án fallhlífar heppnaðist

Breski ofurhuginn Gary Connery stökk úr þyrlu í 1.6 kílómetra hæð í dag — án fallhlífar. Connery lenti á hrúgu af pappakössum og var hann hæst ánægður með árangurinn.

Connery, sem er reyndur fallhlífarstökkvari, féll í rúma mínútu. Hann notaðist við væng-búning en með honum er hægt að svífa langar vegalengdir áður en fallhlíf er opnuð. Connery ákvað að sleppa fallhlífinni alfarið í dag.

Á tímapunkti náði Connery um 130 kílómetra hraða.

Hægt er að sjá myndband af stökkinu hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×