Erlent

Neitaði að fljúga með kvenkyns flugstjóra

Flugvél frá Trip
Flugvél frá Trip
Karlmanni var vísað út úr flugvél á vegum brasilíska flugfélagsins Trip Airlines eftir að hann lét óánægju sína í ljós með að flugstjórinn var kvenkyns. Flugstýran henti honum sjálf út rétt fyrir flugtak.

Eftir að allir farþegar voru sestir og flugstýran hafði lokið ávarpi sínu jós hann fúkyrðum um flugstýruna. „Afhverju var mér ekki sagt að flugstjórinn væri kona? Ég er ekki að fara fljúga í flugvél sem kona stjórnar," sagði maðurinn hátt og skýrt svo allir farþegar heyrðu.

Flugstýran sætti sig ekki við þetta og bað manninn vinsamlegast að koma sér út úr vélinni. Þegar honum hafði verið vísað frá borði fór vélin í loftið - klukkutíma á eftir áætlun. Hann var handtekinn á flugvellinum en óljóst er hvort að hann verðir kærður fyrir athæfið.

Um 1400 konur starfa fyrir flugfélagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×