Erlent

Rætt um lofthelgi Íslands í Finnlandi

Jyrki Katainen
Jyrki Katainen mynd/AFP
Forsætisráðherra Finnlands, Jyrki Katainen, neitaði í dag ásökunum stjórnarandstæðinga um að þátttaka Finnlands í loftrýmiseftirliti í íslensku lofthelgi sé tilraun til að koma landinu inn í Atlantshafsbandalagið.

Stjórnarandstæðingar saka forsætisráðherrann og ríkisstjórn hans um að fara bakdyraleið inn í NATO með því að taka þátt í samstarfinu.

Katainen sagði að tilgangur verkefnisins væri að efla samstarf norðurlandanna. Þá þvertók hann fyrir að samstarfið væri tengt mögulegri aðild Finnlands að NATO.

Jyrki Yrttiaho, meðlimur stjórnarandstöðunnar á finnska þinginu, spurði forsætisráðherrann hvort að loftrýmiseftirlit við strendur Ísland kæmi ekki til með að hafa slæmar diplómatískar afleiðingar í för með sér - þá sér sérstaklega með tilliti til Rússlands.

Katainen svaraði með því að benda á að Finnland væri fært um að taka sínar eigin ákvarðanir, burt séð frá áhyggjum Rússlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×