Erlent

Hollande heimsækir Afganistan

Mynd/AP
Francois Hollande, nýkjörinn forseti Frakka mætti óvænt í heimsókn til Afganistan í morgun og heimsótti þar franska hermenn. Búist er við því að hann hitti einnig Hamid Karzai forseta landsins en Hollande tilkynnti á dögunum um þá ákvörðun að kalla franskt herlið heim frá landinu ári fyrr en áætlað var.

3500 franskir hermenn eru nú í landinu hafa 83 fallið frá því innrás herja Natóþjóða hófst árið 2001. Búist er við því að um þúsund franskir hermenn verði áfram í landinu eftir að bardagasveitir verði farnar og að þeirra hlutverk verði að þjálfa Afganska herinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×