Erlent

Kveiktu í sér í Tíbet

Þessi mynd var tekin af Jamphel Yeshi, sem var 27 ára gamall, þegar hann mótmælti ástandinu í Tíbet í mars síðastliðnum. Hann lést af sárum sínum daginn eftir.
Þessi mynd var tekin af Jamphel Yeshi, sem var 27 ára gamall, þegar hann mótmælti ástandinu í Tíbet í mars síðastliðnum. Hann lést af sárum sínum daginn eftir.
Tveir menn kveiktu í sér í höfuðborg Tíbet í gær, til að mótmæla hörku kínverskra yfirvalda í garð Tíbeta.

Bloomberg greinir frá því að lögreglumenn hafi slökkt í mönnunum innan tveggja mínútna og flutt þá báða á sjúkrahús, þar sem annar þeirra lést af brunasárum.

Þessi mótmæli áttu sér stað þar sem hópur pílagríma safnaðist saman í Lhasa til að fagna fæðingardegi Budda.

Á fjórða tug sjálfsfórna á borð við þessar hafa átt sér stað í Tíbet frá marsmánuði í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×