Erlent

Ráðist á kosningamiðstöð forsetaframbjóðanda

Ahmed Shafiq
Ahmed Shafiq mynd/AP
Ráðist var á kosningamiðstöð Ahmed Shafiq í nótt en hann er annar þeirra frambjóðenda í Egyptalandi sem keppa í seinni umferð forsetakosninganna sem þar fara fram. Shafiq var forsætisráðherra í valdatíð Mubaraks forseta sem steypt var af stóli í fyrra og hann mun mæta leiðtoga Bræðralags múslíma í kosningunum.

Enginn slasaðist í árásinni en reynt var að kveikja í skrifstofum Shafiqs. Reiði ríkir á meðal þeirra sem stóðu að mótmælunum í landinu á sínum tíma með úrslit kosninganna en þeir líta á Shafiq sem fulltrúa gömlu stjórnarherranna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×