Erlent

Átta fórust í skjálftanum í morgun

Margar byggingar á svæðinu eru laskaðar eftir fyrri skjálftahrinuna.
Margar byggingar á svæðinu eru laskaðar eftir fyrri skjálftahrinuna. Mynd/AFP
Nú er ljóst að átta fórust hið minnsta í jarðskjálftanum sem reið yfir norðausturhluta Ítalíu í morgun. Aðeins tíu dagar eru liðnir frá því sex fórust í skjálfta á sama svæði. Skjálftinn í morgun mældist 5.8 stig og samkvæmt Sky fréttastofunni eru margir sárir eftir skjálftann í morgun. Þá varð hann til þess að nokkrar byggingar sem löskuðust í fyrri skjálftanum féllu nú til grunna. Skólar og verslanir voru rýmdar á svæðinu strax í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×