Erlent

Viltu hvíla í grafhýsi Presleys?

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Það er hægt að hvíla í grafhýsi Presleys.
Það er hægt að hvíla í grafhýsi Presleys.
Nú 35 árum eftir að Elvis Presley lést er hann ennþá að mala gull. Samkvæmt nýjustu fréttum getur heppinn aðdáandi hans, eða vellauðugur maður, keypt legstað í grafhýsi hans í Memphis í Tennesse fylki.

Líkið af Presley lá í tvo mánuði í umræddu grafhýsi áður en það var flutt í Graceland, sem er um átta kílómetrum frá grafhýsinu. Síðan þá hefur grafhýsið staðið autt.

Sá sem vill hvíla þar myndi þurfa að greiða minnst 100 þúsund dali, eða tæpar þrettán milljónir íslenskra króna.

Gladys, mamma Elvisar lést árið 1958. Hún var grafin í sama grafhýsi en hennar lík var líka flutt til Graceland síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×