Erlent

Túnfiskur geislavirkur eftir slysið í Fukushima

BBI skrifar
Túnfiskurinn sem innihélt geislavirku efnin veiddist við strendur Kaliforníu um fimm mánuðum eftir slysið í Fukushima.
Túnfiskurinn sem innihélt geislavirku efnin veiddist við strendur Kaliforníu um fimm mánuðum eftir slysið í Fukushima.
Geislun frá kjarnorkuverinu í Fukushima fannst nýlega í túnfiski við strendur Kaliforníu. Þetta kom fram í rannsókn sem birt var í gær í blaði the Proceedings of the National Academy of Sciences.

Þó magn geislavirkra efna í fiskinum sé undir þeim mörkum sem almennt eru talin hættuleg er það þó tíu sinnum hærra en venjulegt er á þessum slóðum.

Niðurstaða rannsóknarinnar er ótvíræð, kjarnorkuverið í Fukushima er orsökin og fiskarnir virðast því hafa borið geislavirkuefnin yfir allt Kyrrahafið.

„Við vorum satt að segja frekar hissa," sagði sérfræðingurinn Nicholas Fisher. „Að fiskurinn skuli synda þessa vegalengd og hafa enn þetta magn geislavirkra efna innra með sér er frekar magnað."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×