Erlent

Fyrsta utanlandsför Suu Kyi í tvo áratugi

BBI skrifar
Aung San Suu Kyi
Aung San Suu Kyi Mynd:AFP
Þjóðarhetjan og friðarsinninn Aung San Suu Kyi hélt í fyrstu ferð sína út fyrir landamæri Búrma síðustu tvo áratugi og er nú stödd í Tælandi. Hún fékk vegabréf í byrjun maí.

Suu Kyi mun eyða nokkrum dögum í Tælandi þar sem hún hyggst meðal annars heimsækja flóttamannabúðir og halda erindi á ráðstefnu næsta föstudag. Eftir það mun hún halda aftur til Búrma, stoppa þar stutt við og fljúga svo til Evrópu um miðjan júní.

Hún stefnir m.a. að því að heimsækja Noreg og taka formlega við friðarverðlaunum Nóbels, sem hún hlaut árið 1991. Sömuleiðis ætlar hún að heimsækja París og Írland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×