Erlent

Blindi andófsmaðurinn á leið til Bandaríkjanna

Guangcheng
Guangcheng Mynd/AP
Chen Guangchengkínverski andófsmaðurinn sem flúði úr stofufangelsi og leitaði griða í bandaríska sendiráðinu í Peking í síðasta mánuði, er nú á leið til Bandaríkjanna.

Nýlegur flótti hans skapaði mikla spennu í samskiptum Kínverja og Bandaríkjamanna en nú virðist sem lausn sé komin í málið.

Chen, sem er blindur, fékk nýlega vegabréfsáritun og fór í morgun út á flugvöll ásamt eiginkonu sinni og tveimur börnum.

Hann hyggst fara til NewYork og hefja nám.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×