Erlent

Robin Gibb sýnir batamerki

Robin Gibb, einn af meðlimum hljómsveitarinnar Bee Gees
Robin Gibb, einn af meðlimum hljómsveitarinnar Bee Gees
Robin Gibb, einn af meðlimum hljómsveitarinnar Bee Gees, sem legið hefur í dái á sjúkrahúsi í Lundúnum undanfarna daga sýnir nú batamerki að sögn lækna.

Hann er kominn til meðvitundar og hefur getað kinkað kolli og talað við fjölskyldumeðlimi.

Gibb, sem er 62 ára, er þó mjög veikburða en hann hefur meðal annars strítt við krabbamein í lifur og þörmum.

Til stóð að hann kæmi til Íslands fyrir síðustu jól til þess að syngja á tónleikum með Björgvin Halldórssyni en ekkert varð úr því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×