Erlent

Alhvítur fullvaxinn háhyrningur sést í fyrsta sinn

Alhvítur fullvaxinn háhyrningur hefur sést undan ströndum Kamchatka í Rússlandi en þetta er í fyrsta sinn í sögunni svo vitað sé að slíkur háhyrningur finnst í náttúrunni.

Áður hefur tvisvar sést til alhvítra háhyrningskálfa í náttúrunni en þeir kálfar sem fæðst hafa hvítir í dýragörðum hafa allir drepist áður en þeir náðu fullorðinsaldri.

Rússneskir vísindamenn hafa gefið þessum háhyrningi gælunafnið Ísjakinn en hann virðist við hestaheilsu og lifir eðlilegu lífi sem hluti af hópi háhyrninga á þessum slóðum.

Ekki er vitað hvað veldur litarhætti Ísjakans en þeir hvítu kálfar sem fæðst hafa í dýragörðum voru albinóar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×