Erlent

Lögðu hald á rúm tvö tonn af kókaíni

Stjórnarher Kólombíu fann umfangsmikla kókaínverksmiðju í héraðinu Narino og lagði hald á rúmlega tvö tonn af kókaíni.

Verksmiðjan fannst djúpt inni í frumskógi í héraðinu en talið er að hún hafi verið í eigu Farc skæruliðasamtakanna. Verksmiðjan var fullbúin ýmsum tækjabúnaði til kókaínframleiðslu eins og örbylgjuofnum, rafölum og skilvindum auk birgða af ýmsum efnasamböndum.

Þá var svefnpláss fyrir tuttugu menn til staðar við verksmiðjuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×