Erlent

Fundu risavaxin risaeðluegg í grjótnámu

Verkamenn í grjótnámu í Kákasusfjöllunum hafa fundið það sem talin eru stærstu risaeðluegg í sögunni. Sum þessara eggja eru allt að meter að ummáli.

Hingað til hafa fundist um 40 af þessum eggjum í námunni en talið er að mun fleiri séu enn ófundin. Nú er verið að rannsaka af hvaða tegund risaeðla þessi egg séu.

Sérfræðingar í Moskvu eru hinsvegar efins um að þetta séu risaeðluegg enda eru engar sannanir til fyrir því að risaeðlur hafi nokkurn tímann lifað þar sem nú eru norðanverð Kákasusfjöll.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×