Erlent

Lék Júdas og hengdi sig fyrir slysni

Klimeck hékk í snörunni í fjórar mínútur áður en meðleikarar hans áttuðu sig á alvarleika málsins.
Klimeck hékk í snörunni í fjórar mínútur áður en meðleikarar hans áttuðu sig á alvarleika málsins. mynd/wikipedia
Brasilískur leikari sem fór með hlutverk Júdasar þegar píslarsaga Krists var sett á svið um páskana lést þegar hann túlkaði sjálfsvíg hans.

Atvikið átti sér stað í bænum Itarare á föstudaginn langa síðastliðinn. Hinn 27 ára gamli Tiago Klimeck reyndi að endurskapa augnablikið þegar Júdas - aðframkominn af eftirsjá vegna svika sinna - hengdi sig.

Klimeck hékk í snörunni í fjórar mínútur áður en meðleikarar hans áttuðu sig á alvarleika málsins.

Lögreglan í Brasilíu rannsakar nú leikmunina sem Klimeck notaðist við. Grunur leikur á að lykkjan hafi verið bundin með óeðlilegum hætti.

Klimeck komast aldrei til meðvitundar og lést í gærkvöld í Sao Paolo í Brasilíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×