Erlent

Sarkozy biðlar til stuðningsmanna Le Pen

Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti biðlar nú ákaft til hægri manna, og þá einkum stuðningsmanna Marine Le Pen formanns Þjóðfylkingarinnar.

Skoðanakannanir hafa leitt í ljós að á bilinu 48% til 60% kjósenda Le Pen ætla sér að kjósa Sarkozy í seinni umferð forsetakosninganna sem er framundan.

Sarkozy verður þó að fara varlega í ásókn sinni í stuðning liðsmanna Le Pen því hætta er á að þar með missi hann stuðning þeirra sem eru á miðjunni í frönskum stjórnmálum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×