Matur

Helgarmaturinn - Prótínvefja að hætti Hönnu Kristínar

Hanna Kristín Diðriksen setur heilsuna í forgang.
Hanna Kristín Diðriksen setur heilsuna í forgang.

Hanna Kristín Didriksen setur heilsuna í forgang og vandar hvað hún setur ofan í kroppinn. Töluvert er síðan hún tók sykur og hveiti úr fæðu sinni en hér deilir hún einmitt gómsætri vefju með okkur sem er laus við hvort tveggja.

Prótínvefja að hætti Hönnu Kristínar

1 bolli eggjahvítur

1 dl plain protein (herbó)

1 dl maísmjöl

3 tsk. hvítlauksduft

½ tsk. sjávarsalt

Hrærið vel í hrærivél og gerið klárt fyrir steikingu, notið pönnukökupönnu sem búið er að hita upp, lækkið svo hitann á 2 og steikið pönnukökurnar.

Berið fram með:

mildri salsasósu

spínati

rauðlauk

tómötum

agúrku

matreiddum kjúklingi

sýrðum rjóma með hvítlauk

gulri papriku.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.