Framkvæmdavaldið er forsetans 28. apríl 2012 17:10 Jón Lárusson segir að honum líði eins og hann sé á þríhjóli á meðan aðrir frambjóðendur aki um á kappakstursbílum. Forsetaframbjóðandinn Jón Lárusson upplifir kosningabaráttuna eins og hann hjóli á þríhjóli á eftir hinum, sem bruni áfram á Formúlu 1 kappakstursbíl. Hann segir Hólmfríði Helgu Sigurðardóttur í Fréttablaðinu í dag að hann gefist ekki upp, jafnvel þó hann lifi við háð og spott. Það skipti hann engu máli ef almenningur fái tækifæri til að kynna sér hugmyndir hans um breytt þjóðfélagsskipulag. Jón Lárusson var fyrstur til að tilkynna um framboð sitt til forseta Íslands, en það gerði hann áður en Ólafur Ragnar Grímsson, sitjandi forseti, hafði tilkynnt að hann gæfi eftir allt saman kost á sér áfram. Tímaforskotið virðist ekki skila sér í atkvæðum, í það minnsta ekki samkvæmt skoðanakönnunum, þar sem hann mælist með innan við eins prósents fylgi. Það, segir Jón, er vegna þess að hann tilheyrir ekki höfðingjaveldinu og hefur hvorki kosningavélar né peningavald að baki sér. „Fyrir mig er þetta eins og að horfa á eftir Formúlu 1 kappakstursbíl og koma á þríhjólinu í humátt á eftir," segir Jón með bros á vör. Hann gerir sér grein fyrir því að staða hans er ekki sterk, en hann hefur enn trú á því að hann hafi möguleika á að ná kjöri, fái hann tækifæri til að kynna þau mál sem hann stendur fyrir. „Ég tel mig vita hvað það var sem gerðist hér, sem olli hruninu, og ég þekki leiðirnar út úr því. Það er skylda mín að bjóða fólki möguleikann á að kjósa um það hvort það vilji skoða mína lausn á stöðunni." Beðinn um að útskýra það í stuttu máli hvað hann telji hafa orsakað hrunið nefnir hann fyrst og fremst tvo þætti. „Í fyrsta lagi er þetta spurning um hvernig við túlkum lýðræðið og hvaða möguleika við höfum í samfélaginu sem við búum í. Í öðru lagi var það kerfisvillan, sem er fólgin í fjármálakerfinu." Hvoru tveggja vill hann kollvarpa. "Við verðum að taka þessa tvo þætti til endurskoðunar. Ef við gerum það ekki verður engin framför okkur til heilla. Þá verður samfélagið áfram sniðið að hinum ráðandi stéttum."Forsetinn á að ráða Samkvæmt skilningi Jóns á stjórnarskrá Íslands ber forsetanum að halda um stjórnartaumana í landinu. Hann sé með réttu yfirmaður forsætisráðherra og eigi því að ráða för. „Í 13. grein stjórnarskrárinnar segir: Forsetinn lætur forsætisráðherra framkvæma vald sitt. Þar segir ekki: Forsetinn afsalar sér valdi sínu til forsætisráðherra. Stjórnarskráin sem við tókum upp árið 1944 hefur alltaf verið troðin ofan í svaðið. Því er haldið fram að þetta sé stjórnarskrá hönnuð fyrir konung og hún eigi ekki við um lýðræði. Það er rangt. Sá sem bjó hana til var danskur lýðræðissinni. Hann horfði til norsku stjórnarskrárinnar, sem miðaðist við þær bandarísku og frönsku, sem voru forsetastjórnarskrár. Þar er grunntónninn að almenningur eigi alltaf að ráða. Í Danmörku velur þingið ríkisstjórn, vegna þess að þingkosningar eru eini lýðræðislegi möguleiki fólks til að koma að sínum skoðunum. En stjórnarskráin okkar byggir á hugmyndum Montesquieu um þrískiptingu ríkisvaldsins; framkvæmdavaldið, dómsvaldið og löggjafarvaldið. En höfðingjavaldið er búið að túlka frá okkur stjórnarskrána. Forsetinn á að taka yfir framkvæmdavaldið. Það ber honum að gera, samkvæmt stjórnarskrá. Það er ekki lýðræði að forsætisráðherra hafi valdið yfir framkvæmdavaldinu og löggjafarvaldinu. Þingið er valdalaust, því það gerir aldrei neitt annað en það sem meirihlutinn vill. Við eigum að virkja þann þátt stjórnarskrárinnar, að forsetinn skipi þá einstaklinga sem hann telur hæfasta til þess að sinna ríkisstjórninni."Tveir öryggisventlar En er ekki hætt við að forsetinn fái óhófleg völd með þessu móti, verði jafnvel alráður? „Nei, það sem er svo fallegt í þessari stjórnarskrá er að forsetinn getur ekkert gert nema þingið samþykki það og þingið getur ekkert gert nema forsetinn samþykki það. Við vitum öll hver 26. greinin er, sem Ólafur Ragnar beitti fyrst 2004 og svo aftur í Icesave-deilunni. 26. greinin er öryggisventill forsetans, til að stoppa Alþingi ef það ætlar fram úr sér. En 11. greinin segir að Alþingi geti rekið forsetann. Það er öryggisventillinn á verk forsetans. Þess vegna getur forsetinn aldrei orðið einræðisherra, því fyrr myndi Alþingi stoppa hann af."Enn vantar undirskriftir Jón hefur ekki enn þá safnað lágmarksfjölda undirskrifta sem hann þarf til að framboð hans verði gilt. „Ég hef enga maskínu á bak við mig. En á heimasíðunni minni er hægt að nálgast eyðublöð sem fólk getur skrifað undir og sent mér til baka. Enn betra væri ef fólk myndi aðstoða mig við að ná þessu. Nafnið mitt á að vera á kjörseðlinum, því við almenningur eigum að fá að vera með í ráðum þegar ákveðið eru hvaða kostir eru í boði. Við eigum ekki að láta elítuna velja fyrir okkur." Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Forsetaframbjóðandinn Jón Lárusson upplifir kosningabaráttuna eins og hann hjóli á þríhjóli á eftir hinum, sem bruni áfram á Formúlu 1 kappakstursbíl. Hann segir Hólmfríði Helgu Sigurðardóttur í Fréttablaðinu í dag að hann gefist ekki upp, jafnvel þó hann lifi við háð og spott. Það skipti hann engu máli ef almenningur fái tækifæri til að kynna sér hugmyndir hans um breytt þjóðfélagsskipulag. Jón Lárusson var fyrstur til að tilkynna um framboð sitt til forseta Íslands, en það gerði hann áður en Ólafur Ragnar Grímsson, sitjandi forseti, hafði tilkynnt að hann gæfi eftir allt saman kost á sér áfram. Tímaforskotið virðist ekki skila sér í atkvæðum, í það minnsta ekki samkvæmt skoðanakönnunum, þar sem hann mælist með innan við eins prósents fylgi. Það, segir Jón, er vegna þess að hann tilheyrir ekki höfðingjaveldinu og hefur hvorki kosningavélar né peningavald að baki sér. „Fyrir mig er þetta eins og að horfa á eftir Formúlu 1 kappakstursbíl og koma á þríhjólinu í humátt á eftir," segir Jón með bros á vör. Hann gerir sér grein fyrir því að staða hans er ekki sterk, en hann hefur enn trú á því að hann hafi möguleika á að ná kjöri, fái hann tækifæri til að kynna þau mál sem hann stendur fyrir. „Ég tel mig vita hvað það var sem gerðist hér, sem olli hruninu, og ég þekki leiðirnar út úr því. Það er skylda mín að bjóða fólki möguleikann á að kjósa um það hvort það vilji skoða mína lausn á stöðunni." Beðinn um að útskýra það í stuttu máli hvað hann telji hafa orsakað hrunið nefnir hann fyrst og fremst tvo þætti. „Í fyrsta lagi er þetta spurning um hvernig við túlkum lýðræðið og hvaða möguleika við höfum í samfélaginu sem við búum í. Í öðru lagi var það kerfisvillan, sem er fólgin í fjármálakerfinu." Hvoru tveggja vill hann kollvarpa. "Við verðum að taka þessa tvo þætti til endurskoðunar. Ef við gerum það ekki verður engin framför okkur til heilla. Þá verður samfélagið áfram sniðið að hinum ráðandi stéttum."Forsetinn á að ráða Samkvæmt skilningi Jóns á stjórnarskrá Íslands ber forsetanum að halda um stjórnartaumana í landinu. Hann sé með réttu yfirmaður forsætisráðherra og eigi því að ráða för. „Í 13. grein stjórnarskrárinnar segir: Forsetinn lætur forsætisráðherra framkvæma vald sitt. Þar segir ekki: Forsetinn afsalar sér valdi sínu til forsætisráðherra. Stjórnarskráin sem við tókum upp árið 1944 hefur alltaf verið troðin ofan í svaðið. Því er haldið fram að þetta sé stjórnarskrá hönnuð fyrir konung og hún eigi ekki við um lýðræði. Það er rangt. Sá sem bjó hana til var danskur lýðræðissinni. Hann horfði til norsku stjórnarskrárinnar, sem miðaðist við þær bandarísku og frönsku, sem voru forsetastjórnarskrár. Þar er grunntónninn að almenningur eigi alltaf að ráða. Í Danmörku velur þingið ríkisstjórn, vegna þess að þingkosningar eru eini lýðræðislegi möguleiki fólks til að koma að sínum skoðunum. En stjórnarskráin okkar byggir á hugmyndum Montesquieu um þrískiptingu ríkisvaldsins; framkvæmdavaldið, dómsvaldið og löggjafarvaldið. En höfðingjavaldið er búið að túlka frá okkur stjórnarskrána. Forsetinn á að taka yfir framkvæmdavaldið. Það ber honum að gera, samkvæmt stjórnarskrá. Það er ekki lýðræði að forsætisráðherra hafi valdið yfir framkvæmdavaldinu og löggjafarvaldinu. Þingið er valdalaust, því það gerir aldrei neitt annað en það sem meirihlutinn vill. Við eigum að virkja þann þátt stjórnarskrárinnar, að forsetinn skipi þá einstaklinga sem hann telur hæfasta til þess að sinna ríkisstjórninni."Tveir öryggisventlar En er ekki hætt við að forsetinn fái óhófleg völd með þessu móti, verði jafnvel alráður? „Nei, það sem er svo fallegt í þessari stjórnarskrá er að forsetinn getur ekkert gert nema þingið samþykki það og þingið getur ekkert gert nema forsetinn samþykki það. Við vitum öll hver 26. greinin er, sem Ólafur Ragnar beitti fyrst 2004 og svo aftur í Icesave-deilunni. 26. greinin er öryggisventill forsetans, til að stoppa Alþingi ef það ætlar fram úr sér. En 11. greinin segir að Alþingi geti rekið forsetann. Það er öryggisventillinn á verk forsetans. Þess vegna getur forsetinn aldrei orðið einræðisherra, því fyrr myndi Alþingi stoppa hann af."Enn vantar undirskriftir Jón hefur ekki enn þá safnað lágmarksfjölda undirskrifta sem hann þarf til að framboð hans verði gilt. „Ég hef enga maskínu á bak við mig. En á heimasíðunni minni er hægt að nálgast eyðublöð sem fólk getur skrifað undir og sent mér til baka. Enn betra væri ef fólk myndi aðstoða mig við að ná þessu. Nafnið mitt á að vera á kjörseðlinum, því við almenningur eigum að fá að vera með í ráðum þegar ákveðið eru hvaða kostir eru í boði. Við eigum ekki að láta elítuna velja fyrir okkur."
Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent